Við Brekkuás 2 verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu.
Framkvæmdir eru að hefjast og verklok eru áætluð um miðjan október 2023. Byggingin verður á einni hæð, staðsteypt og einangruð að utan, klædd með timburklæðningu, heildarstærð 587,6 m2. Arkitekt hússins er AVH ehf – Arkitektúr – Verkfræði – Hönnun og hönnunarstjóri er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. Landslag ehf sér um landslagshönnun lóðar, Lumex sér um verkfræðiráðgjöf raflagna og Örugg verkfræðistofa sér um brunahönnun hússins.
- Fjöldi íbúða: 7
- Heildarstærð: 587,6m²
- Aðalverktaki: Gunnar Bjarnason ehf.
- Arkitekt: AVH ehf.
- Verkfræðistofa: AVH ehf.
- Byggt fyrir: Garðabær