Álalind 4-8 er glæsilegt 45 íbúða fjölbýlishús með niðurgröfnum bílakjallara sem nýtist bæði fyrir Álalind 2 og Álalind 4-8. Einnig eru bílastæði ofan á bílakjallaranum sem nýtast fyrir bæði húsin.
Nordic Holding ehf. er eigandi af verkefninu og er uppsteypu lokið. Gunnar Bjarnason ehf. sá um verkefnastjórnun á fyrstu stigum verksins ásamt því að sjá um alla uppsteypu og járnalögn.
Uppsteypa hófst í janúar 2017 og lauk í september 2018.
Stefnt er að því að fyrstu íbúðirnar fari í fari í sölu í febrúar 2019 og öllum frágangi að utan lokið fyrir ágúst 2019.
- Fjöldi íbúða: 45
- Stærð íbúða: 59 – 250 m²
- Aðalverktaki:
Gunnar Bjarnason ehf. - Arkitekt: Zeppelin arkitektar
- Verkfræðistofa: Víðsjá ehf.
- Byggt fyrir: Nordic Holding ehf.